Reykjavík

Fréttamynd

„Skítkastið var ó­geðs­legt“

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmdir muni ekki hafa mark­tæk á­hrif á dag­­lega starf­­semi

Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Mari og Guðni féllust í faðma á ögur­stundu

Tilfinningarnar voru allsráðandi þegar ofurhlaupararnir Mari Jaersk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í hádeginu. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.

Lífið
Fréttamynd

Gerum góðan dal enn betri

Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós.

Skoðun
Fréttamynd

Glóru­lausar fram­kvæmdir raski vel­ferð í­búa hjúkrunar­heimilis

Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­brögðin gátu leitt til dauða

Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn.

Innlent
Fréttamynd

Nötur­legt ævi­kvöld

Nú í haust er ráðgert að stækka hjúkrunarheimilið Sóltún og bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92, sem fyrir eru á. Þetta á að gera með því að byggja nýja hæð ofan á húsið og lengja sumar álmurnar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­dýrt“ að gera samningana tor­tryggi­lega

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Eldinum í bílnum fylgdi heljarinnar sprenging

Sendiferðabíll sem gjöreyðilagðist í bruna í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt stóð í ljósum logum áður en slökkviliðsmenn náðu að hemja eldinn. Þá varð nokkuð öflug sprenging í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bíll logaði í Vestur­bænum

Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Vin­skapurinn og gleðin staðið upp úr

Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. 

Lífið
Fréttamynd

Sló til starfs­manns og beit við­skipta­vin

Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 

Innlent
Fréttamynd

Flottustu Mustang bílarnir landsins til sýnis í dag

Allir flottustu Mustang bílar landsins eru nú til sýnis á 60 ára afmælissýning Mustang, sem fer fram í Brimborg í Reykjavík. Reiknað er með um fjögur þúsund manns á sýninguna, sem stendur til klukkan 16:00 í dag.

Bílar
Fréttamynd

Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum

Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Árni selur sögu­frægt hús með kastalaturni

Magnús Árni Skjöld Magnússon varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður hefur sett íbúð sína við Ásvallagötu 1 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 120 fermetra eign í sögufrægu húsi frá árinu 1930. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Spell­virkinn lætur til skarar skríða á ný

Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni.

Innlent
Fréttamynd

Frum­kvöðlar koma saman í Kola­portinu

Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí.

Viðskipti innlent