Fréttir

Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki.

Innlent

Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands

Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn.

Innlent

Kim heitir Pútín fullum stuðningi

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti.

Innlent

Fúlum vegna göngugatna fækkar um helming

Tæplega þrír af hverjum fjórum Reykvíkingum eru jákvæðir í garð göngugatna í miðborginni. Neikvæðum hefur fækkað úr tuttugu prósent borgarbúa í níu prósent á fjórum árum eða um rúman helming. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg.

Innlent

Sá þriðji hékk á skafti raf­hlaupa­hjólsins

Krakkar á raf­hlaupa­hjóli frá Hopp á horni Hofs­valla­götu og Hring­brautar í vestur­bæ Reykja­víkur vöktu mikla at­hygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Fram­kvæmda­stjóri Hopp hvetur for­eldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Innlent

Loka sundlaugum vegna net­bilunar

Forsvarsmenn Árbæjarlaugar hafa tilkynnt að búið sé að loka sundlauginni þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta vegna netbilunar hjá Reykjavíkurborg. Þá er einnig búið að loka Vesturbæjarlaug.

Innlent

Þór þarf ekki til Græn­lands

Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær.

Innlent

Losun gróðurhúsalofts rúmum sjö prósentum hærri

Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var rúmar þrjár milljónir tonna á fyrra helmingi þessa árs. Það er rúmlega sjö prósent aukning frá því í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni, en tölurnar eru byggðar á bráðabirgðarreikningum.

Innlent

Þing­menn tölu­vert loðnari í svörum um sam­einingu en at­vinnu­lífið

Meiri­hluti þing­manna í Norð­austur­kjör­dæmi sem lýst hefur af­stöðu sinni til fyrir­hugaðrar sam­einingar mennta­skólanna MA og VMA er and­snúinn fyrir­hugaðri sam­einingu skólanna. Tveir þing­menn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrir­tæki á Akur­eyri vera and­snúin sam­einingunni, í til­kynningu. 

Innlent