Sport

Mari Järsk sigur­vegari Bakgarðshlaupsins

Garpur I. Elísabetarson skrifar
Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk voru tvær eftir síðustu hringina. Mari stóð uppi sem sigurvegari eftir að Elísa skilaði sér ekki í mark eftir 57. hring.
Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk voru tvær eftir síðustu hringina. Mari stóð uppi sem sigurvegari eftir að Elísa skilaði sér ekki í mark eftir 57. hring. Vilhelm

Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fór fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara voru skráðir til leiks og hlupu þeir 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stóð eftir, og það var Mari Järsk sem var sú síðasta sem skilaði sér í mark um klukkan 18 í kvöld.

Andri Guðmundsson, Mari Järsk og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmetið í hádeginu í dag þegar þau hlupu sinn 51. hring. Mikil gleði var í Öskjuhlíðinni og tók meðal annars forsetinn á móti þeim.

Elísa og Mari létu ekki þar við sitja og héldu áfram að hlaupa þar til nú síðdegis. Elísa skilaði sér ekki úr 57. hring og því var ljóst að Mari stóð uppi sem sigurvegari. Ótrúlegt afrek hjá þessum hlaupurum.

Hlaupið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og á Vísi alla helgina og fylgdumst við með í Vaktinni, sem má sjá neðst í fréttinni.

Sjá má öll myndbrot úr hlaupinu hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×