Fótbolti

Sverrir Ingi á toppinn í Dan­mörku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverirr Ingi fagnar marki með Franculino, öðrum af markaskorurum liðsins, fyrr á tímabilinu.
Sverirr Ingi fagnar marki með Franculino, öðrum af markaskorurum liðsins, fyrr á tímabilinu. @fcmidtjylland

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn, ríkjandi meisturum.

Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK og skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þar hélt Orri Steinn að hann hefði jafnað metin en Franculino kom gestunum yfir á 23. mínútu þegar Kamil Grabara, markvörður heimaliðsins, missti fyrirgjöf frá vinstri fyrir fætur Franculino.

Fram að því höfðu gestirnir varla farið yfir miðju og heimamenn einokað boltann. Ef fyrra markið var sjokk þá var annað markið enn meira sjokk. Það skoraði Charles á 37. mínútu og staðan 0-2 í hálfleik.

FCK setti allt í að reyna minnka muninn í síðari hálfleik en tókst það ekki fyrr en á 87. mínútu þegar Diogo Gonçalves skoraði úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-2 á Parken í Kaupmannahöfn.

Orri Steinn var tekinn af velli á 83. mínútu á meðan Sverrir Ingi lék allan leikinn í liði FCM. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á bekknum hjá FCK.

Sigurinn lyftir FCM upp á topp töflunnar en gerir um leið svo gott sem út um titilvonir FCK sem var þó á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Staðan í deildinni er þannig þegar tvær umferðir eru eftir að Midtjylland er á toppnum með 61 stig, Bröndby er í 2. sæti með 59 stig á meðan FCK er með 58 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×