Golf

Reykti tvo pakka, át fjögur súkku­laði­stykki og drakk tvær kókdósir á fyrsta hringnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Daly bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir.
John Daly bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. getty/Andrew Redington

John Daly hefur dregið sig úr keppni á PGA-meistaramótinu eftir vægast sagt áhugaverðan fyrsta hring.

Daly lék fyrsta hringinn á PGA-meistaramótinu á ellefu höggum yfir pari. Hann dró sig svo úr keppni vegna meiðsla á fingri.

Hinn 58 ára Daly naut sín samt í botn á þessum eina hring sem hann náði að spila á PGA-meistaramótinu. Hann reykti víst tvo pakka af sígarettum, át fjögur Snickers súkkulaðistykki og drakk tvær kókdósir á meðan hann lék fyrsta hringinn.

Daly fer aðrar leiðir en flestir aðrir kylfingar og lifir ekki sama lífsstíl og annað afreksíþróttafólk.

Daly hefur unnið tvö risamót á skrautlegum ferli; PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska 1995.

PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst klukkan 17:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×