Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjasti raf­virki landsins fimm­tug með ofurkrafta

Andrea Margrét Þorvaldsdóttir var á meðal þeirra sem útskrifuðust úr rafvirkjanámi við VMA síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Hún skar sig úr nemendahópnum að því leyti að hún var orðin 47 ára gömul þegar hún hóf námið. Hún segir ADHD gefa henni ofurkrafta til að komast yfir allt sem hún þarf að gera.

Fer fót­gangandi tæpa 800 kíló­metra

Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar.

„Það er svo ó­trú­lega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”

„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

„Mig langaði bara að drepa þennan mann“

Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm.

„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró.

„Hann hættir bara ekki”

Aron Kristinn Lýðsson hefur í tæpt ár setið undir linnulausu áreiti af hálfu einstaklings sem siglir undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlum. Einstaklingurinn hefur borið á hann ásakanir um þjófnað og líkamsárás sem eigi sér enga stoð í veruleikanum, og áreitt hann stöðugt með símtölum og skilaboðum. 

Karlar lík­legri að ljúga á kostnað annarra

Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði.

„Þetta breytti mér mjög mikið sem per­sónu“

Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. 

„Lífið heldur á­fram eftir svona á­fall“

Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu.

„Það var alltaf draumur hjá honum að heim­sækja Ís­land aftur“

„Siðvenjur kvennanna á staðnum eru frekar skýrar og afdráttarlausar. Ef þú biður þær fallega þá dansa þær við þig en það þýðir samt ekki að þú megir bjóða þeim upp á drykk, ekki einu sinni „appelsín.“ Né heldur munu þær koma og setjast við borðið hjá þér. Þær eru aðlaðandi, yfirleitt fallega vaxnar (ljóskur eru í meirihluta) og eru góðar að dansa.“

Sjá meira