Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kosningarnar þær mest spennandi síðan 1980

Kjörsókn hefur hingað til verið mun meiri en í síðustu forsetakosningunum árið 2020. Víða um land er kjörsókn orðin um 10 prósent meiri en fyrir fjórum árum. Prófessor í stjórnmálafræði segir tvær augljósar ástæður fyrir þessu.

Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi.

Bláa lónið opnar aftur á morgun

Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum.

Margir góðir fram­bjóð­endur í boði

Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali.

„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“

Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn.

Fólk kasti at­kvæði sínu á stríðs­bálið

Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun.

Stuðningur Katrínar við sótt­varnar­lækni sjálf­sagður

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.

Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu

Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Sjá meira