Innlent

Fréttamynd

„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“

Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heimafæðingum fjölgar og teljast eðli­legri en áður

Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. 

Innlent
Fréttamynd

Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brott­vísun

Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vænsti maður og harð­duglegur

Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

Innlent
Fréttamynd

Kaldavatnslaust á Arnar­nesi

Kaldavatnslögn fór í sundur við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ um fjögurleytið í dag. Af þeirri ástæðu hefur verið lokað fyrir vatnið á svæðinu. Unnið er að viðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki við­eig­andi að tjá sig um mál Maríu Sig­rúnar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að gera úr­bætur en á­standið verið ýkt

Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn í happ­drætti Ástþórs úr hans eigin smiðju

Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið.

Innlent
Fréttamynd

Göngin lokuð á mið­viku­dags­kvöld

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21til 23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn ríkis­borgari Möltu

Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 

Innlent
Fréttamynd

Á­horf á úr­slit Euro­vision hríð­féll

Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla þróun gervi­greindar á Austur­velli

Skipuleggjandi mótmæla gegn gervigreind vill að þróun gervigreindar verði sett á ís á meðan unnið er að því að skilja málaflokkinn betur. Helstu sérfræðingar í gervigreind hafi ekki hafa lausnir á þeim vandamálum sem myndast við þróun hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úr­elt

„Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin.

Innlent
Fréttamynd

Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrir­vara

Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum.

Innlent