Tónlist

Fréttamynd

Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum

Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krefjandi að semja tón­list um of­beldi sem þolandi

„Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn.

Tónlist
Fréttamynd

„Svo góð til­finning að endur­heimta sjálfa sig“

„Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Rífandi stemning og valdefldar tónlistarkonur

Tónlistarkonan María Agnesardóttir, jafnan þekkt sem MAIAA, hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hún fagnaði nýrri EP plötu með pompi og prakt í skvísupartýi á Prikinu síðastliðinn föstudag þar sem þemað var stelpukraftur eða „girlpower“.

Tónlist
Fréttamynd

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist
Fréttamynd

Segir skásta staðinn í bænum í kirkju­garðinum

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves kynnir 22 ný bönd til leiks

Iceland Airwaves hefur kynnt 22 nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram 7.- 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur í 25. sinn.

Tónlist
Fréttamynd

„Þægi­leg blanda af von og trega“

„Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan.

Tónlist
Fréttamynd

Kom fram sem stór­stjarna

Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi.

Tónlist
Fréttamynd

„Drull sama hvað ein­hver apa­köttur segir“

„Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi.

Tónlist
Fréttamynd

Lauf­ey tók lagið hjá Jimmy Fallon

Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta styrkti mig rosa­lega en þetta braut mig líka“

„Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira.

Tónlist
Fréttamynd

MANOWAR til Ís­lands í fyrsta sinn

Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“

Tónlist
Fréttamynd

„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“

„Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fögnuðu ís­lenskri tón­list við fjöruga opnun

„Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist