Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá því að búið er að úthluta fimm smáhýsum til heimilislausra í Reykjavík en borgin hafði legið undir ámæli fyrir seinagang í því að koma húsunum í notkun. 

Innlent

Keypti eftir­líkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur

Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum.

Innlent

Meiri­hlutann skorti viljann en ekki lóðir

Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir.

Innlent

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent

Þrír hand­teknir af sér­sveit í morguns­árið

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að þeim.

Innlent

Smáhýsin í Laugardal standa enn auð

Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt.

Innlent

Hjólaslys í Laugardal

Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli.

Innlent

Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Innlent

„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“

Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“.

Innlent

Þor­gerður Katrín bregst við gagn­rýni: „Þessi leiðu mis­tök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi.

Innlent

Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.

Innlent

Komst undan lögreglu á hlaupum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætluðu í gærkvöldi að hafa afskipti af ökumanni bíls í miðbænum. Sá komst undan lögreglu en bíllinn fannst mannlaus í lausagangi. Vegfarandi benti lögreglu á að ökumaðurinn hefði hlaupið inn í garð þar skammt frá og komist undan.

Innlent

Sátta­greiðsla hafi ráðið úr­slitum

Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins.

Innlent

Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi

Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna.

Innlent

Telja bóta­fjár­hæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna

Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða.

Innlent