Burnley áfram án sigurs

Siggeir Ævarsson skrifar
Matty Cash fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í dag
Matty Cash fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í dag Vísir/Getty

Jóhann Berg og félagar eru áfram án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 tap gegn Aston Villa í dag. Jóhann lagði upp eina mark Burnley.

Gestirnir í Villa komust fljótlega í 0-2 en það var varnarmaðurinn Matty Cash sem skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hann var varla kominn inn á þegar hann var búinn að leggja upp mark fyrir Lyle Foster sem lagaði stöðuna í 1-2 en nær komust Burnley ekki og bíða áfram eftir fyrstu stigum tímabilsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira