Íslenski boltinn

„Rúnar skilur fót­bolta og skilur fólk“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Kristinsson þjálfar Fram í dag eftir að hafa verið kenndur við KR alla tíð.
Rúnar Kristinsson þjálfar Fram í dag eftir að hafa verið kenndur við KR alla tíð. vísir/anton

Kyle McLagan, sem hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar, ber Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, afar vel söguna.

Líkt og Kyle kom Rúnar til Fram í vetur eftir að hafa verið hjá KR allan sinn feril á Íslandi. Kyle segir að Rúnar hafi breytt miklu hjá Fram.

„Hann átti frábæran feril sem leikmaður og einnig sem þjálfari. Það hefur verið frábært fyrir mig að læra af honum. Ég lærði líka mikið af Arnari [Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings]. Þeir hafa báðir sína sýn á fótbolta og gera hlutina á sinn hátt,“ sagði Kyle sem lék með Víkingi áður en hann kom aftur til Fram.

Bandaríski varnarmaðurinn segir að Rúnar sé mikill sigurvegari og nái vel til leikmanna sinna.

„Rúnar skilur fótbolta, hvernig á að vinna, og hann skilur líka fólk. Það er frábær blanda að hafa sem þjálfari,“ sagði Kyle.

„Hann veit hvernig á ná því besta fram hjá fólki og það hefur sýnt sig hjá okkur,“ bætti Kyle við.

Fram er í 5. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir sex umferðir og hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk, fæst allra.

Næsti leikur Fram er gegn ÍA á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×