Körfubolti

Martin og fé­lagar einum sigri frá undan­úr­slitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mertin Hermannsson skoraði sjö stig í dag.
Mertin Hermannsson skoraði sjö stig í dag. Bruno Dietrich / City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin eru í góðum málum í átta liða úrslitum þýsku deildarinnar í körfubolta eftir 13 stiga sigur gegn Bonn í dag, 83-70.

Martin og félagar hófu leik í úrslitakeppninni á öruggum 26 stiga sigri gegn Bonn síðastliðinn föstudag, 94-68.

Liðið hafði ekki hafn mikla yfirburði í leik dagsins og leiddi aðeins með fjórum stigum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Í þriðja leikhluta var áfram jafnvægi á leiknum, en heimamenn í Alba Berlin stungu loksins af í fjórða leikhluta og unnu að lokum 13 stiga sigur, 83-70.

Martin skoraði sjö stig fyrir Alba Berlin ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa átta stoðsendingar. Liðið leiðir nú einvígið 2-0 og þarf því aðeins einn sigur í viðbót til að koma sér í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×