Erlent

Fyrir­skipa þúsundum að yfir­gefa Rafah

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ísraelar hafa sagt innrás nauðsynlega til að uppræta Hamas samtökin.
Ísraelar hafa sagt innrás nauðsynlega til að uppræta Hamas samtökin. AP/Abdel Kareem Hana

Ísraelsher hefur fyrirskipað þúsundum að yfirgefa Rafah en búist er við því að herinn ráðist þangað inn af fullum þunga á næstunni.

Ísraelar hafa sagt innrás nauðsynlega til að uppræta Hamas samtökin. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur sagst ætla að hætta vopnastuðningi við Ísrael ráðist herinn inn í Rafah. Ísraelsher hefur þó aukið hernað í og við svæðið. 

Bandaríkjastjórn sagði í gær líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði á Gasa. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig geti hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Tala látinna á Gasasvæðinu nálgast 35 þúsund frá þeim tíma sem Hamas samökin réðust inn í Ísrael þann sjöunda október.

„Þeir kölluðu þrisvar á okkur og nágrannarnir sögðu okkur að flýja. Þeir sendu út skipun um að yfirgefa svæðið. Áttum við að bíða hér eftir að við myndum deyja? Við flýðum svo við myndum ekki hljóta sömu örlög og hinir,“ segir Hanan al-Satari, íbúi á svæðinu.

Úr kvöldfréttum Stöðvar 2:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×