Fótbolti

Vals­menn síðastir inn í átta liða úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Ægir Pálsson skoraði þriðja mark Vals í kvöld.
Adam Ægir Pálsson skoraði þriðja mark Vals í kvöld. Vísir/Diego

Valur varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla er liðið vann 3-1 útisigur gegn Aftureldingu.

Lengjudeildarlið Aftureldingar átti erfitt verkefni fyrir höndum gegn liðinu sem margir spáðu Íslandsmeistaratitlinum áður en Besta-deildin hófst og brekkan varð enn brattari fyrir heimamenn þegar Jónatan Ingi Jónsson kom Valsmönnum yfir strax á áttundu mínútu.

Andri Freyr Jónasson jafnaði hins vegar metin fyrir Aftureldingu á 21. mínútu leiksins áður en Aron Jóhannsson sá til þess að Valur fór með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið með marki rúmum tíu mínútum síðar.

Það var svo Adam Ægir Pálsson sem skoraði þriðja mark Vals á 65. mínútu og gerði þar með út um leikinn. Lokatölur urðu því 3-1, Val í vil, og Valsmenn eru á leið í átta liða úrslit á kostnað Aftureldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×