Innlent

Claudia ein mætt í Hæsta­rétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin

Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021.

Innlent

Mesta brott­fall í Evrópu

Brottfall ungs fólks úr námi er á uppleið aftur eftir covid faraldurinn og er nú það hæsta í Evrópu. Tvöfalt fleiri drengir hverfa á brott úr námi en stúlkur. Dósent í félagsfræði segir vandann hefjast í grunnskólum.

Innlent

Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð.

Innlent

„Við erum gapandi á þessu“

Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 

Innlent

„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“

Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld.

Innlent

„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“

Innlent

Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sér­hags­munir í land­búnaði“

Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð.

Innlent

Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna.

Innlent

Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna

Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Innlent

Sveitar­stjórn Múla­þings ekki á móti þjóð­söngnum

Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar.

Innlent

Vil­hjálmur segir kannski ekki skyn­sam­legt að gera lang­tíma kjara­samninga

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu.

Innlent