Lífið

Anora hlaut Gullpálmann í ár

Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Bíó og sjónvarp

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist

Skönnuðu Al­dísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum

Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins.

Lífið

Fer fót­gangandi tæpa 800 kíló­metra

Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar.

Lífið

Alltaf að stela fötum af kærastanum

Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Heim­sóttu 160 battavelli á átta dögum

Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga.

Lífið

Spennan í há­­marki fyrir loka­­daginn

Þegar keppendur í Leikið um landið hófu þriðja keppnisdag í gær leiddi lið Bylgjunnar keppnina með 11 stig. Sigurvegarar síðasta árs, FM957, voru hins vegar í þriðja og síðasta sæti með 8 stig. Það var því alveg ljóst í upphafi dags að Egill Ploder og Kristín Ruth, liðsmenn FM957, vildu sjá breytingar á stöðunni.

Lífið samstarf

Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu

Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina.

Lífið

Binni Glee hrundi til jarðar í Köben

Brynjar Steinn Gylfason, Binni Glee, lenti í því óheppilega atviki í gær að falla í yfirlið þegar hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn. Hann segist vera í áfalli eftir atvikið þó allt hafi farið vel að lokum. 

Lífið

Hand­gerðir leir­pottar fyrir kröfu­harða kaup­endur

Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum.

Lífið samstarf

Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa

Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum.

Lífið

Af vængjum fram: Borðaði vængi með hníf og gaffli og sagðist vera saddur

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi líkir því við að spila á fiðlu á Titanic meðan skipið sekkur að fá sér kjúklingavængi á tímum líkt og þessum þegar kjarnorkusprengja gæti skollið á Íslandi hvenær sem er. Hann segir ekki eðlilegt að sitja undir ásökunum um að vera svikahrappur vegna happdrættis sem sé framkvæmt með leyfi frá sýslumanni og úrdráttur þess undir opinberu eftirliti.

Lífið

Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta

Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga.

Bíó og sjónvarp

Opnar sig um of­beldið af hálfu Diddy

„Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 

Lífið

Bæjar­stjórn Garða­bæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi

Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 

Lífið