Tónlist

Fyrsta sinn í níu ár

Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum.

Tónlist

Fulltrúar Íslands í ham

Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel.

Tónlist

Brian Jonestown Massacre til Íslands

Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis.

Tónlist

Einar Ágúst á sviði með Skítamóral

Ekki hefur mikið spurst til söngvarans Einars Ágústs að undanförnu og því brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral á Nasa um helgina.

Tónlist

Frumlegur finnskur túlkandi

Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms.

Tónlist

Fær slæma dóma

Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan.

Tónlist

Gangandi kálhaus

Söngvarinn Liam Gallagher hefur nú sagt álit sitt á rokkstjörnunni Pete Doherty og eiturlyfjaneyslu hans. Gallagher segir að rokkarinn frægi sé gangandi kálhaus og vælukjói.

Tónlist

Jackson heiðraður

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun taka á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistarinnar á heimstónlistarhátíðinni í London.

Tónlist

Ný plata frá Eminem

Ný plata frá rapparanum Eminem, The Re-Up, er væntanleg í verslanir 4. desember næstkomandi. Um er að ræða mix-plötu sem Eminem gerði með Dj Whoo Kid.

Tónlist

Þægilegt og áreynslulaust

Þægileg og áreynslulaus plata sem ætti að geta náð til fjöldans þó hér sé hvorki nýstárlegt né framúrskarandi efni á ferð.

Tónlist

Þræddi minni og stærri staði

David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone sem heimsótti Iceland Airwaves í annað sinn nú um helgina, er hæstánægður með hátíðina og þá listamenn sem þar koma fram í grein sinni "Rolling Stone Goes native at Airwaves Music Fest".

Tónlist

Heimsyfirráð eða dauði

Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll föstudaginn 17. nóvember. Miðasala á tónleikana hefst á morgun - miðvikudaginn 25. október.

Tónlist

Stílisti U2 gefst ekki upp

Eins og áður hefur komið fram heyja nú U2-menn og fyrrverandi stílisti þeirra, Lola Cashman, stríð fyrir dómstólum um yfirráð yfir flíkum sem U2-menn segja Lolu hafa stolið af þeim.

Tónlist

Boðið upp á pitsu með sviðum

Æði sérstök hátíð verður haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi 28. október, svokölluð Sviðamessa. Messan hefur verið haldin frá árinu 1997 en þá koma saman bæjarbúar á öllum aldri auk aðkomufólks og gæðir sér á þessu séríslenska en ljúffenga mat.

Tónlist

Annar Kristall

Aðrir kammertónleikar félaga í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem kenndir eru við Kristal, fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Á efnisskránni eru verk sem öll eru samin í hefð Vínarklassíkurinnar en þar má finna tónsmíðar eftir Johann Matthias Sperger, Mozart, og Franz Danzi.

Tónlist

Party Zone fram á nótt

Heljarinnar Party Zone-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Pravda á laugardagskvöld í tilefni af Iceland Airwaves.

Tónlist

Flýr hverfið sitt

Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu.

Tónlist

Ég borga fyrir áheyrn

Hljómsveitin Ég mun halda tónleika í kvöld á Barnum kl. 23:00 og ætla Ég að greiða fólki fyrir að koma og hlusta á skemmtileg lög. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar hún fékk þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistaverðlaunanna í fyrra, meðal annars fyrir Plötu ársins sem kom út á síðasta ári.

Tónlist

Hjörtur á metið

Hljómsveitirnar Gavin Portland og Botnleðja eru ekki þær einu sem hafa tekið upp plötur á mettíma, því tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson tók upp fyrstu plötu sína á aðeins tólf klukkutímum árið 2001. Nýverið greindum við frá líklegu Íslandsmeti Gavins Portland, sem kláraði nýjustu plötu sína III. Views of Distant Towns á fjórtán tímum.

Tónlist

Á vit nýrra ævintýra

Robbie Williams hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Breta undanfarin ár og ef mið er tekið af plötusölu síðustu ára sennilega vinsælasti erlendi popparinn á Íslandi í dag. Hans sjöunda hljóðversplata, Rudebox, kemur út á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Það verður seint sagt um Robbie Williams að hann sitji auðum höndum.

Tónlist

Borðaði indverskan mat og drakk viskí á Dillon

Hollywood-stjarnan Harrison Ford er mætt til landsins og gerði leikarinn allt brjálað á Nasa á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvisaðist fljótlega út meðal gesta á staðnum að Ford væri á staðnum og voru kvenkynsaðdáendur leikarans ekki lengi að þefa hann uppi þar sem stórstjarnan stóð í mestu makindum.

Tónlist

Melódískt orgelpopp

Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001.

Tónlist

Spilar með sex hljómsveitum á Airwaves

Hljómborðsleikarinn Þorbjörn Sigurðsson hefur í nógu að snúast á yfirstandandi Airwaves-hátíð. Hann kemur alls fram með sex hljómsveitum sem telja má líklegt að sé met á hátíðinni.

Tónlist

Fimmtudagsforleikur

Hitt húsið tekur virkan þátt í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og rokkar stíft með Fimmtudagsforleik í dag. Ung og upprennandi bönd eiga athvarf sitt í Pósthús­strætinu og þar ríða á vaðið sveitirnar Furstaskyttan, The Ministry of Foreign Affairs og Sudden Weather Change. Tónleikarnir hefjast kl. 20, það er algjörlega ókeypis inn en 16 ára aldurstakmark. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardagskvöldið en þá mæta Jamie"s Star, Nögl, ÚT*Exit og sveitin Sudden Weather Change á sviðið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.hitthusid.is.

Tónlist

Lay Low lætur að sér kveða

Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld.

Tónlist

MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu

Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar.

Tónlist

Berst fyrir hatti sínum

Bono stendur þessa dagana í stappi við fyrrverandi stílista U2, sem vill ekki afhenda meðlimum U2 klæðnað sem þeir segja hann hafa hnuplað þegar hann vann fyrir þá.

Tónlist