Körfubolti

Margrét með þrennu í stórsigri Keflvíkinga

Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir Blika í kvöld
Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir Blika í kvöld Mynd/Heiða

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og ekki hægt að segja að þar hafi spennan verið í fyrirrúmi. Keflavíkurstúlkur rótburstuðu Blika 115-59 á útivelli og grannar þeirra úr Grindavík lögðu Hamar 93-44 í Hveragerði. Þá urðu Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar með naumum 83-82 sigri á Þór á Akureyri.

TaKesha Watson var stigahæst í liði Keflavíkur í sigrinum á Breiðablik en hún skoraði 33 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal 7 boltum, Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 16 stig, María B. Erlingsdóttir skoraði 15 stig og Margrét Sturludóttir náði glæsilegri þrennu með 14 stigum, 13 stolnum boltum og 12 fráköstum. Hjá Breiðablik var Tiara Harris stigahæst með 20 stig, en tapaði 9 boltum og Ragnheiður Theodórsdóttir skoraði 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×