Innlent

Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri

Sígrún Björk Jakobsdóttir.
Sígrún Björk Jakobsdóttir.

Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Kristján hélt öruggri forystu sinni allt frá því að fyrstu tölur bárust í gærkvöldi. Á eftir Kristjáni þór á bæjarstjórnarlista zjálfstæðismanna á Akureyri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, en samkomulag er um það með Samfylkingunni og zjálfstæðismönnum, sem mynda meirihluta í bæjarstjórninni, að zjálfstæðismenn eigi bæjarstjórann fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins og eru því tvö og hálft ár eftir af tíma sjálfstæðismanna.

Kristján Þór sagði í viðtali við créttastofuna í morgun að ekkert væri ákveðið en sjálfstæðismenn þyrftu hið fyrsta að ráða ráðum sínum í bæjarstjórn því hann ætlaði ekki að sitja sem bæjarstjóri fram að alþingiskosningum.

Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti á listanum til Alþingis, varð í öðru sæti, og Þorvaldur Ingvarsson læknir, sem líka stefndi á fyrsta sætið lenti í fjórða sæti, á eftir Ólöfu Norðdal, sem kemdur ný inn og náði þriðja sæti.

Það verða því tvær konur í þremur efstu sætum listans, sem Halldór Blöndal hefur leitt um árabil. Ef fjögur efstu sætin eru skoðuð eru þar tveir Akureyringar og tveir Austfirðingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×