Íslenski boltinn

Sjáðu þrennurnar hjá landsliðsframherjunum og öll hin mörkin úr 18. umferðinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alls voru 18 mörk skoruð í leikjunum fimm í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í vikunni.

Valskonur skoruðu átta af þessum 18 mörkum gegn botnliði Hauka. Elín Metta Jensen fór mikinn í liði Vals og skoraði þrennu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sama leik þegar Breiðablik vann 3-0 sigur ÍBV í Kópavoginum.

Með sigrinum komu Blikar í veg fyrir að Þór/KA yrði Íslandsmeistari. Norðanstúlkur gerðu sitt og unnu 3-0 sigur á Stjörnukonum en þær þurfa að bíða allavega fram í næstu umferð eftir að tryggja sér titilinn.

Fylkir féll úr Pepsi-deildinni eftir 3-1 tap fyrir KR í Vesturbænum. Þá gerðu FH og Grindavík markalaust jafntefli í Kaplakrika.

Öll 18 mörkin úr 16. umferðinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×