Íslenski boltinn

Þrenna Berglindar Bjargar kom í veg fyrir titilinn færi norður | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar fagna.
Blikar fagna. vísir/anton
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hélt lífi í titilvonum Breiðabliks þegar hún skoraði öll mörk liðsins í 3-0 sigri á ÍBV í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Breiðablik varð að vinna í kvöld til að eygja von um að verða Íslandsmeistari. Þór/KA vann Stjörnuna 3-0 á sama tíma en ef Blikar hefðu tapað stigum gegn Eyjakonum hefðu norðanstúlkur orðið meistarar.

Blikar eru áfram í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Þór/KA þegar tvær umferðir eru eftir. ÍBV er með 31 stig í 4. sætinu.

Staðan var markalaus í hálfleik en eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik kom Berglind Björg Blikum yfir eftir sendingu frá Rakel Hönnudóttur.

Á 73. mínútu bætti Berglind Björg öðru marki við og hún fullkomnaði svo þrennuna sex mínútum fyrir leikslok. Eyjakonan fór því illa með sína gömlu félaga í kvöld. Berglind hefur nú skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni sumar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×