Erlent

Kórónuveirufaraldur reið yfir fyrir 20.000 árum

Snorri Másson skrifar
Erfðamengi Kínverja dagsins í dag ber þess sums staðar enn merki að kórónuveira hafi komist á kreik á meðal mannfólks fyrir 20.000 árum.
Erfðamengi Kínverja dagsins í dag ber þess sums staðar enn merki að kórónuveira hafi komist á kreik á meðal mannfólks fyrir 20.000 árum. EPA/WU HONG

Mannfólk kann að hafa átt við kórónuveirufaraldur á við þann sem nú geisar fyrir um 20.000 árum, ef marka má nýja rannsókn sem birtist í virtu líffræðitímariti í síðustu viku.

Rannsakendur könnuðu genamengi 2.500 einstaklinga úr 26 ólíkum hópum úr víðri veröld og fundu það sem þeir töldu vera fyrsta fund kórónuveiru við mannslíkamann. Sú ævaforna sýking hafði skilið eftir sig leifar í erfðamengi nútímafólks í Austur-Asíu.

Af rannsóknum sínum drógu vísindamennirnir þá ályktun að fyrir 20.000 árum hafi geisað faraldur á svæði sem nú samsvarar Kína, Japan og Víetnam. Veiran olli stökkbreytingu í þeim sem fengu hana og þegar erfðamengið er kannað er fram líða stundir verður skýrt hverjir gerðu það og hverjir ekki.

Fram kemur á vef CNN að faraldurinn gæti hafa verið útbreiddari en á landsvæðunum sem hér ræðir um, en gögn liggi ekki fyrir um þau. Ekki liggur heldur fyrir hve skæðum sjúkdómi veiran olli á þessum tíma. 

Á undanförnum 20 árum hafa nokkrir faraldrar kórónuveiru farið af stað í heiminum, eins og SARS og MERS, en enginn eins skæður og Covid-19.


Tengdar fréttir

Veiran sem virðist komin til að vera

Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×