Handbolti

Gummersbach heldur í Evrópuvon eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach eiga enn von um að ná Evrópusæti.
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach eiga enn von um að ná Evrópusæti. Getty/Tom Weller

Gummersbach vann mikilvægan fimm marka sigur er liðið tók á móti Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag í þýska handboltanum í dag, 31-26.

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, lenti í vandræðum í upphafi leiks og gestirnir í Rhein-Neckar Löwen náðu snemma fjögurra marka forskoti.

Heimamenn vöknuðu þó til lífsins og jöfnuðu metin fyrir lok fyrri hálfleiks, en staðan var 15-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik tóku heimamenn í Gummersbach öll völd á vellinum og náðu mest sjö marka forskoti. Eftir það var í raun aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi enda og niðurstaðan varð fimm marka sigur Gummersbach, 31-26.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Arnór Snær Óskarsson bætti einu við. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað fyrir gestina. Gummersbach er nú með 37 stig þegar liðið á þrjár leiki eftir, fjórum stigum minna en MT Melsungen sem situr í fimmta og síðasta Evrópusætinu. Rhein-Neckar Löwen situr hins vegar í tíunda sæti með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×