Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“

    Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Adam hundfúll og Arnar beint í símann

    Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Nánast upp­selt á leik kvöldsins

    Starfsmenn Breiðabliks þurftu í dag að bregðast við mikilli eftirspurn fyrir leik liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Uppselt er í stóru stúkuna í Kópavoginum og eru miðar í gömlu stúkuna komnir í sölu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

    Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

    KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

    Íslenski boltinn