Slökkvilið

Fréttamynd

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í Svarts­engi

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Sjúk­lingar biðu í sjúkra­bíl fyrir utan spítalann

Sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabíl á slysadeild undanfarinn sólarhring þurftu á tímabili í gær að bíða fyrir utan slysadeild í rúmar þrjátíu mínútur í sjúkrabílunum, svo hægt væri að taka á móti þeim á deildinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Meira álag á fullu tungli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinur finnur fyrir auknu álagi í sjúkraflutningum þegar hittir á fullt tungl. 

Innlent
Fréttamynd

Tölu­vert tjón eftir elds­voða í Kópa­vogi

Eldsvoði varð í nýbyggingu við Digranesveg í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Slökkvilið sendi þrjár stöðvar á vettvang en töluvert tjón hlaust af eldsvoðanum. Lögregla rannsakar eldsupptök.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji

Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið gerði út­tekt á hús­næðinu í apríl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 

Innlent
Fréttamynd

Í lífs­hættu eftir brunann á Funa­höfða

Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Innlent