Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Skál fyrir þér Bjarni

Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu.

Skoðun
Fréttamynd

Mannvonskan hefur engin takmörk

Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Ó­rök­studd að­för að bláum Capri

Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Búbblur og böl

Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn er skað­ræðis­skepna – Stór­hættu­legt á­fengis­laga­frum­varp

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var fyrir nóvemberlok samkvæmt þingmálaskrá. Nái það fram að ganga er líklegast að aukningin verði allnokkur, jafnvel veruleg eins og sumir óttast.

Skoðun
Fréttamynd

Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“

„Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tæp­lega hundrað ís­lenskir jóla­bjórar mættir til leiks

Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91. 

Jól
Fréttamynd

Af­hjúpaði gróða­væn­legasta lukku­hjól borgarinnar

Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ

Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn vill leyfa sölu áfengis á sunnudögum

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði einnig opin á sunnudögum. sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudaginn í ágúst. Telja þau að „veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta“ og gera auðveldara að opna dyr ÁTVR fyrir neytendum þegar þeim hentar best.

Neytendur
Fréttamynd

Takk fyrir ekkert

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Nýtum á­fengis­gjald í fé­lags­lega upp­byggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af á­fengis­neyslu

Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi.

Skoðun