Fótbolti

Argentínsk endurkoma

Argentína á enn möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit á HM í fótbolta kvenna eftir að hafa komið til baka og náð jafntefli gegn Suður-Afríku. Lokatölur 2-2.

Fótbolti

David Silva leggur skóna á hilluna

Spænski knattspyrnumaðurinn David Silva tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta. Þessi tilkynning hefur legið í loftinu síðustu daga en Silva sleit krossband á æfingu með liði sínu Real Sociedad þann 21. júlí síðastliðinn.

Fótbolti

Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu

KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA.

Fótbolti

Jón Þórir hættur með Fram

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar.

Fótbolti

Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu

Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin.

Fótbolti