Erlent

Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood

Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu.

Erlent

Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur

Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál.

Erlent

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum

Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Erlent

Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga

Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 

Erlent

Mikið ó­veður herjar á íbúa vestur­strandar Banda­ríkjanna

Mikið óveður hefur herjað á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna síðustu daga og stefnir nú suðurhluta Kaliforníu. Flætt hefur yfir vegi, tré hafa rifnað upp með rótum og aurskriður fallið, meðal annars á svæðum í norðurhluta ríkisins sem brunnu nýverið vegna mikilla þurrka.

Erlent

Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé

Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna.

Erlent

Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir

„Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag.

Erlent

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu

Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Erlent

Öll spjót beinast að að­stoðar­leik­stjóranum í máli Baldwin

Kvartað hafði verið undan Dave Halls, að­stoðar­leik­stjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvik­mynda­stjóra til bana með, á öðru töku­setti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggis­reglum. Hann til­kynnti Baldwin að byssan væri ó­hlaðin þegar hann rétti honum hana.

Erlent

Réttar­höld í mann­ráns­máli Salvini hafin

Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, eru hafin. Hann er ákærður fyrir mannrán og vanrækslu embættiskyldna með því að hafa komið í veg fyrir að björgunarskip með farandverkafólk innanborðs kæmi að höfn á Ítalíu. Hann neitar sök.

Erlent

Hægri slag­síða á Twitter

Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna.

Erlent