Tilkynnir endurkomu Food & Fun í mars Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:30 Siggi Hall tilkynnti endurkomu matarhátíðarinnar Food & Fun í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. „Þetta er bara lífið, þetta er eins og að vera píanóleikari, þú hættir ekkert að spila á píanó. Þú spilar bara á píanó þangað til þú deyrð,“ segir Siggi Hall í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Aðspurður hvernig mathalla-grín áramótaskaupsins hafi lagst í sig segist Siggi hafa haft mikinn húmor fyrir því. „Mér fannst það ósköp fyndið, mér fannst reyndar allt áramótaskaupið mjög fyndið. Mathallir eru skemmtilegt fyrirbrigði, þetta er einskonar nýsköpun í veitingamennsku,“ segir Siggi en í nóvember á síðasta ári bættist hann í hóp þeirra veitingamanna sem stunda nú rekstur í svokölluðum mathöllum. Þeir sem vanda sig munu lifa af Aðspurður hvort að það séu jafnvel komnar of margar mathallir á markaðinn svarar hann: Það má alveg útfæra það þannig að þær gætu verið orðnar of margar, en það fer allt eftir því hvernig aðsóknin er. Það getur verið of mikið af öllu en þær sem eru að gera vel og vanda sig, þær lifa af. Viðtalið við Sigga Hall í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Engin leið að hætta Þrátt fyrir að hafa verið búinn að ákveða fyrir nokkru síðan að slaka aðeins á lífinu og veitingabransanum segist Siggi hreinlega ekki hafa staðist mátið þegar hann heyrði fyrst af hugmyndinni um Pósthús mathöll. „Ég átti alltaf eftir að opna svona ítalskan vín- og matarbar. Mig langaði til þess og er búinn að langa til þess í langan tíma. Það er engin leið að hætta, maður fer ekkert að hætta núna!“ segir hann og hlær. Matarhátíðin Food & Fun aftur á laggirnar Matarhátíðin Food & Fun var síðast haldin hér á landi árið 2020 en hefur, eins og svo margt annað, legið í dvala síðan þá vegna takmarkanna í kjölfar heimsfaraldurs. Siggi sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segir það því mikið gleðiefni að geta tilkynnt það formlega að hátíðin muni nú snúa aftur. Já, ég segi þetta bara hér og nú. Food & Fun verður aftur sett á laggirnar 1. – 4. mars og að minnsta kosti fimmtán veitingahús munu taka þátt. Um miðjan febrúar verið opnað fyrir pantanir á hátíðina í gegnum vefsíðuna og appið Dine Out en á næstu dögum munu frekari upplýsingar um hátíðina líta dagsins ljós. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bylgjan Bakaríið Matur Food and Fun Tengdar fréttir „Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, ég er ekki þannig“ „Maður er alveg með svona x-ray sjón, eins og í Terminator myndunum. Fólk þarf ekki annað en að labba í átt til mín og þá sé ég oft nákvæmlega hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 26. janúar 2023 12:25 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 „Ég kann ekkert að vera einhleypur“ „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. 23. janúar 2023 12:53 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðspurður hvernig mathalla-grín áramótaskaupsins hafi lagst í sig segist Siggi hafa haft mikinn húmor fyrir því. „Mér fannst það ósköp fyndið, mér fannst reyndar allt áramótaskaupið mjög fyndið. Mathallir eru skemmtilegt fyrirbrigði, þetta er einskonar nýsköpun í veitingamennsku,“ segir Siggi en í nóvember á síðasta ári bættist hann í hóp þeirra veitingamanna sem stunda nú rekstur í svokölluðum mathöllum. Þeir sem vanda sig munu lifa af Aðspurður hvort að það séu jafnvel komnar of margar mathallir á markaðinn svarar hann: Það má alveg útfæra það þannig að þær gætu verið orðnar of margar, en það fer allt eftir því hvernig aðsóknin er. Það getur verið of mikið af öllu en þær sem eru að gera vel og vanda sig, þær lifa af. Viðtalið við Sigga Hall í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Engin leið að hætta Þrátt fyrir að hafa verið búinn að ákveða fyrir nokkru síðan að slaka aðeins á lífinu og veitingabransanum segist Siggi hreinlega ekki hafa staðist mátið þegar hann heyrði fyrst af hugmyndinni um Pósthús mathöll. „Ég átti alltaf eftir að opna svona ítalskan vín- og matarbar. Mig langaði til þess og er búinn að langa til þess í langan tíma. Það er engin leið að hætta, maður fer ekkert að hætta núna!“ segir hann og hlær. Matarhátíðin Food & Fun aftur á laggirnar Matarhátíðin Food & Fun var síðast haldin hér á landi árið 2020 en hefur, eins og svo margt annað, legið í dvala síðan þá vegna takmarkanna í kjölfar heimsfaraldurs. Siggi sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segir það því mikið gleðiefni að geta tilkynnt það formlega að hátíðin muni nú snúa aftur. Já, ég segi þetta bara hér og nú. Food & Fun verður aftur sett á laggirnar 1. – 4. mars og að minnsta kosti fimmtán veitingahús munu taka þátt. Um miðjan febrúar verið opnað fyrir pantanir á hátíðina í gegnum vefsíðuna og appið Dine Out en á næstu dögum munu frekari upplýsingar um hátíðina líta dagsins ljós. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bylgjan Bakaríið Matur Food and Fun Tengdar fréttir „Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, ég er ekki þannig“ „Maður er alveg með svona x-ray sjón, eins og í Terminator myndunum. Fólk þarf ekki annað en að labba í átt til mín og þá sé ég oft nákvæmlega hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 26. janúar 2023 12:25 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 „Ég kann ekkert að vera einhleypur“ „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. 23. janúar 2023 12:53 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, ég er ekki þannig“ „Maður er alveg með svona x-ray sjón, eins og í Terminator myndunum. Fólk þarf ekki annað en að labba í átt til mín og þá sé ég oft nákvæmlega hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 26. janúar 2023 12:25
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
„Ég kann ekkert að vera einhleypur“ „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. 23. janúar 2023 12:53