Lífið

Föstudagspítsa að hætti Karitasar Maríu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Karitas María er einn þekktasti þjálfari landsins.
Karitas María er einn þekktasti þjálfari landsins. Aldís Pálsdóttir

Karitas María Lárusdóttir þjálfari deildi með okkur tveimur af hennar uppáhalds föstudagspítsum. Önnur uppskriftin er eftirherma af hennar uppáhalds pítsu af matseðli veitingastaðarins Rossopomodoro.

Rossopomodoro pítsa

Hráefni:

  • Liba pítsabotn (fæst í frystinum í Bónus meðal annars)
  • Mozzarella ostur
  • Hellið smá rjóma yfir ostinn 
  • Pepperoni
  • Sveppir
  • Smá svartur pipar yfir í lokin

Blanda af því besta

Hráefni:

  • Liba pítsabotn
  • Mutti pítsasósa- Ég blanda saffran sósu við pítsasósuna til þess að hún verði smá spicy.
  • Mozzarella ostur 
  • Kjúklingur eða hakk
  • Pepperoni 
  • Sveppir
  • Piparostur 
  • Afgangs grænmeti úr ísskápnum
  • Ferskt kóríander 
  • Heitt pítsakrydd 

Aðferð:

Hitið ofninn á undir hita á 180 °C.

Hita fyrst brauðið þangað til það verður vel crispy.

Set áleggið á og svo aftur inn í stutta stundm, eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.


Tengdar fréttir

Brúðkaup ársins 2023

Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×