Neytendur

Páska­eggin frá Nóa Síríus vin­sælust

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Könnunin var framkvæmd síðastliðina viku. Um 51 prósent aðila í 1800 manna úrtaki svaraði könnuninni. 
Könnunin var framkvæmd síðastliðina viku. Um 51 prósent aðila í 1800 manna úrtaki svaraði könnuninni.  Vísir/Einar

Páskaegg frá súkkulaðiframleiðandanum Nóa Síríus eru í uppáhaldi flestra landsmanna samkvæmt nýrri könnun Prósent. Næst á eftir koma páskaegg frá Freyju og síðan Góu. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þykir 43 prósent svarenda páskaeggin frá Nóa Síríus best, tuttugu prósentum finnst eggin frá Freyju best. Ellefu prósent svarenda sögðu páskaeggin frá Góu vera í uppáhaldi.

Þar á eftir kemur Sanbó, en átta prósent svarenda sögðu páskaegg þess framleiðanda best. Sex prósent nefndu annað vörumerki og tólf prósent sögðust ekki borða páskaegg.

Niðurstöðurnar voru þessar.Prósent

Marktækur munur var á kynjunum í könnuninni en 24 prósent kvenna sögðu páskaegg frá Freyju vera í uppáhaldi samanborið við 15 prósent karla. Þá sögðust marktækt fleiri karlar ekki borða páskaegg, eða sautján prósent, samanborið við sjö prósent kvenna. 

Samkvæmt könnuninni segjast færri konur ekki borða páskaegg en karlar. Prósent

Tengdar fréttir

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×