Lífið

Eftir­lætis pönnu­kökur Önnu Ei­ríks

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í um 25 ár.
Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í um 25 ár.

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi uppskrift að einfaldri og meinhollri pönnukökuuppskrift með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin inniheldur engan sykur og er í miklu eftirlæti hjá Önnu og fjölskyldu. 

„Þessar pönnukökur eru í miklu uppáhaldi á heimilinu! Innihalda engan sykur, æðislegt er að setja smá af lífrænu hlynsírópi eða Agave á þær ásamt ferskum og góðum berjum,“ skrifar Anna við færsluna. 

Sykurlausar pönnukökur Önnu Eiríks

Hráefni:

2 egg

1/2 tsk vanilludropar

2 bollar spelt 

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 1/2 bolli möndlumjólk (gott að prófa sig aðeins áfram hér)
 

Hráefnum blandað saman og steikt á pönnu. 

Anna hefur starfað í rúm 25 ár sem þjálfari og hóptímakennari og er í dag deildarstjóri í Hreyfingu. Auk þess heldur hún úti heilsuvefnum annaeiriks.is þar sem hún býður upp á fjölbreytta og árangursríka fjarþjálfun, girnilegar uppskriftir sem innihalda engan viðbættan sykur, prógrömm og heilsumiðað blogg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×