Tónlist

Upp­selt í þriðja sinn á auga­bragði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nick Cave er Íslandsvinur mikill.
Nick Cave er Íslandsvinur mikill. Andreas Rentz/Getty Images

Uppselt er á þrenna tónleika Nick Cave í Eldborgarsal Hörpu hér á landi. Miðasala á tvo aukatónleika fór fram í morgun. Ekki verður bætt við tónleikum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Senu Live. Þar segir að eftirspurn eftir miðum á upprunalegu tónleikana sem verða þann 3. júlí hafi verið svo gríðarleg að þriðju tónleikunum þann 4. júlí hafi verið bætt við.

Miðasalan hófst klukkan tíu í morgun. Segir Sena að skemmst sé frá því að segja að um hálftíma síðar hafi verið uppselt á báða aukatónleikana.

Þá segir að notast hafi verið við stafræna röð til þess að vernda miðasölukerfi fyrir álagi. Miðasala hafi gengið hratt og vel fyrir sig. Ekki séhægt að bæta við fleiri tónleikum og þakkar Sena fyrir magnaðar viðtökur.


Tengdar fréttir

Nick Cave til Íslands

Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×