Lífið

„Hann var langt á undan sinni sam­tíð“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Eiríkur í Svínadal stundaði enn búskap í fullu fjöri, 92 ára að aldri, þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann.
Eiríkur í Svínadal stundaði enn búskap í fullu fjöri, 92 ára að aldri, þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann. RAX

Eiríkur í Svínadal hugsaði mikið um framtíðina. Hann vann í því að koma rafmagni á bæi víða um sveitir og boraði fyrir heitu vatni. Þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann árið 1996 var honum umhugað um að stjórnvöld færu að undirbúa komu rafbíla.

Hann var 92 ára en stundaði enn búskap, og þó að það hægði á líkamanum var hugurinn enn skarpur og lundin létt. Þegar Ragnar vildi klifra framan á brettið á jeppanum hans Eiríks til þess að ná mynd af honum að keyra ákvað Eiríkur að stríða Ragnari og keyrði svo geyst með hann hangandi á frambrettinu að Ragnar taldi sig sjaldan eða aldrei hafa verið í meiri lífshættu.

Söguna um bílferð Ragnars með Eiríki má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×