Án varna, ekkert frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun