Handbolti

Aron í mynda­töku í dag vegna meiðslanna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aron Pálmarsson meiddist í Eyjum. Ljóst er að það munar um minna fyrir FH-inga ef hann er frá á sunnudag.
Aron Pálmarsson meiddist í Eyjum. Ljóst er að það munar um minna fyrir FH-inga ef hann er frá á sunnudag. Vísir/Anton Brink

Aron Pálmarsson fór meiddur af velli í naumu tapi FH fyrir ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla í gær. Hann fékk mikinn verk í fingur og mun fara í myndatöku síðar í dag.

Aron meiddist á baugfingri á hægri hendi. Ekki er fyllilega ljóst hvað amar að fingrinum en Aron fer í myndatöku vegna meiðslanna í dag.

ÍBV vann leik gærdagsins eftir vítakastkeppni og jafnaði einvígið þannig 2-2. Niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir FH-inga og ljóst að oddaleikur er fram undan á sunnudag. Aron segist vonast til að fá jákvæða niðurstöðu úr myndatökunni.

„Ég hef verið betri. Ég fékk eitthvað í puttann og er á leið í myndatöku og svoleiðis í dag. Verkurinn það mikill að ég gat ekki haldið á boltanum eða kastað,“ segir Aron í samtali við Vísi og bætir við:

„Þessi tjékk verða í dag og maður bara vonar að þetta verði nógu gott til að maður verði klár á sunnudaginn.“


Tengdar fréttir

„Féllu dómar í dag sem voru að mér fannst ansi aug­ljósir“

„Vil bara segja að ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, hvernig það lagði sig allt í verkefnið í dag,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tapaði fyrir ÍBV í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×