Körfubolti

Darius Morris látinn að­eins þrjá­tíu og þriggja ára að aldri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darius Morris, Kobe Bryant heitinn og Jodie Meeks í leik með Lakers á sínum tíma.
Darius Morris, Kobe Bryant heitinn og Jodie Meeks í leik með Lakers á sínum tíma. Rob Carr/Getty Images

Körfuknattleiksmaðurinn Darius Aaron Morris er látinn aðeins 33 ára að aldri. Hann lék með liðum á borð við Los Angeles Lakers og Clippers, Memphis Grizzlies, Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets frá árunum 2011.

Ekki hefur komið fram hvort andlát hans átti sér stað með saknæmum hætti en hann fannst látinn í Los Angeles. Fjölskylda hans hefur staðfest andlátið og óskar þess að fá að syrgja Darius í friði.

Darius átti frábæran háskólaferil og valdi Lakers hann í nýliðavalinu 2011. Þar spilaði hann til ársins 2013 áður en hann fór til 76ers. Árið 2014 var hann skráður sem leikmaður Clippers, Grizzlies og Nets.

Eftir að það var ljóst að hann ætti ekki framtíð fyrir sér í NBA-deildinni færði hann sig út fyrir landssteinana og spilaði meðal annars í Kína, Rússlandi og Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×