Handbolti

Ís­land eignast nýtt EHF dómarapar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvar Bjarmi Harðarson til vinstri og Árni Snær Magnússon til hægri
Þorvar Bjarmi Harðarson til vinstri og Árni Snær Magnússon til hægri Vísir/Hulda Margrét

Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið íslensku dómurunum Þorvari Bjarma Harðarsyni og Árna Snæ Magnússyni réttindi til að dæma á vegum EHF í alþjóðlegum keppnum.

Þeir félagar hafa dæmt undanfarin ár í deildunum hér heima og gætu nú fengið fljótlega stærri verkefni erlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands.

Árni og Þorvar eru þriðja dómaraparið á Íslandi sem hlýtur EHF réttindi en hin eru dómaraparið Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson annars vegnar og dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hins vegar.

Árni Snær og Þorvar Bjarmi hafa dæmt tvo leiki í úrslitakeppni Olís deildar karla til þessa, fyrsta leikinn i einvígi ÍBV og Hauka og fyrsta leikinn í einvígi FH og ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×