Hafnað af Stoke og var stuðningsmaður Real síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:47 Joselu var vel fagnað af stuðningsmönnum í gærkvöld en hann var einmitt einn af þeim á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum. Getty/Burak Akbulut Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin. Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn