Erlent

Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss

Samúel Karl Ólason skrifar
Selenskí birti þessa mynd af sér sem ku hafa verið tekin á meðan hann talaði við Bjarna.
Selenskí birti þessa mynd af sér sem ku hafa verið tekin á meðan hann talaði við Bjarna. Forsetaembætti Úkraínu

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði.

Í færslu sem birt var á samfélagsmiðlum Selenskís í dag þakkar forsetinn Bjarna fyrir að ætla að mæta á ráðstefnuna og fyrir það að ætla að nota persónuleg tengsl sín í Afríku til að hvetja þjóðarleiðtoga þar til að sækja ráðstefnuna einnig.

Selenskí segir einnig að hann hafi rætt við Bjarna um aðra ráðstefnu sem halda eigi í norðanverðri Evrópu og um viðræður fyrir undirritun öryggissamkomulags milli Úkraínu og Íslands.

Þá segir Selenskí að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingu fyrir forystu þeirra í að hreinsa á brott jarðsprengjur í Úkraínu og fyrir aðstoð í orkumálum, sérstaklega í ljósti linnulausra árása Rússa á orkuinnviði landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×