Viðskipti innlent

Til­boðið aftur­kallað og Eik öðlast frelsi til at­hafna á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Arnar

Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallar þar sem því er fagnað að niðurstaða sé komin í ferlið sem er sagt hafa haft hamlandi áhrif á starfsemi félagsins. Við afturköllun tilboðsins öðlist félagið frelsi til athafna á ný.

„Hluthöfum Eikar barst opinberlega valfrjálst yfirtökutilboð frá Reginn þann 10. júlí 2023 en um mánuði áður hafði Reginn tilkynnt um að yfirtökutilboð yrði lagt fram. Tilboðið var sett fram í samræmi við ákvæði laga um yfirtökur nr. 108/2007. Stjórn Regins tilkynnti þann 29. apríl sl. um afturköllun á samrunatilkynningu þess til Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtökutilboðsins og samhliða hugðist Reginn óska eftir heimild FME til að falla frá tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar sem nú hefur verið veitt í samræmi við lög um yfirtökur.

Eik fagnar því að niðurstaða sé komin í þetta langa ferli sem tekur hefur um 11 mánuði og haft hamlandi áhrif á starfsemi þess þar sem félaginu var m.a. óheimilt að taka ákvarðanir sem gátu haft áhrif á tilboðið nema að fengnu fyrirframsamþykki hluthafafundar. Félagið hefur við afturköllun tilboðsins frelsi til athafna og gert aftur kleift að taka stefnumarkandi ákvarðanir sem sjálfstætt félag með öflugt eignasafn og skýra framtíðarsýn,“ segir tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×