Handbolti

„Annað hvort gera þeir eins og Man. City eða eins og Liverpool“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valsmenn hafa í nægu að snúast og gætu uppskorið mikið á næstu misserum.
Valsmenn hafa í nægu að snúast og gætu uppskorið mikið á næstu misserum. vísir/hulda margrét

Það eru spennandi tímar fram undan hjá karlaliði Vals í handknattleik.

Í næstu viku spilar liðið við Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildarinnar og svo fylgja tveir úrslitaleikir í Evrópukeppni í kjölfarið.

Valur er 2-1 undir gegn Aftureldingu og er því úr leik með tapi. Það eru því fram undan þrír úrslitaleikir hjá liðinu.

„Annað hvort gera þeir eins og Man. City og vinna allt eða gera eins og Liverpool og klúðra öllu,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar.

„Það er áhugavert að sjá hvernig Valur spilar úr þessu. Spurning hvort það sé mismunandi sjálfstraust á milli keppna enda valta Valsmenn yfir allt í Evrópu.“

Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Klippa: Fréttir vikunnar 10. maí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×