„Núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. maí 2024 22:01 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar lögðu Val af velli í fjórða leik liðana í ljónagryfjunni 91-88 og tryggðu sér um leið oddaleik til að komast í úrslit Subway deildar karla. „Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Sjá meira
„Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn