Körfubolti

Indiana Pacers jöfnuðu ein­vígið gegn Knicks

Siggeir Ævarsson skrifar
Obi Toppin gerir sig líklegan til að troða með tilþrifum
Obi Toppin gerir sig líklegan til að troða með tilþrifum vísir/Getty

Allt er orðið jafnt í einvígi Indiana Pacers og New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni eftir yfirburðasigur heimamanna í Pacers í kvöld, 89-121.

Það var ljóst í hvað stefndi strax eftir fyrsta leikhluta en munurinn á liðunum var þá kominn í 20 stig, staðan 14-34. Gestirnir sáu í raun aldrei til sólar eftir það og datt munurinn í 30 stig fyrir hálfleik, staðan 41-69 þegar gengið var til búningsklefa.

Heimamenn gátu því leyft sér að hvíla sínu bestu leikmenn en hver einasta leikmaður á skýrslu í kvöld, að James Johnson undanskildum, fékk drjúgar mínútur. Tyrese Haliburton var stigahæstur heimamanna með 20 stig og bætti við sex fráköstum og fimm stoðsendingum.

Staðan í einvíginu er því orðin jöfn, 2-2, þar sem allir sigrar hafa komið á heimavelli. Liðin mætast næst á þriðjudagskvöld og verður sá leikur í Madison Square Garden í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×