Erlent

Sló eigið met á Everest

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hér sést Kami Rita fagna eldra metinu sem hann sló í fyrra þegar hann komst á topp heimsins í 28. sinn. Í gær bætti hann síðan um betur.
Hér sést Kami Rita fagna eldra metinu sem hann sló í fyrra þegar hann komst á topp heimsins í 28. sinn. Í gær bætti hann síðan um betur. AP Photo/Niranjan Shrestha

Nepalski Sherpinn Kami Rita sló heimsmet í gær þegar þegar hann komst á topp hæsta fjalls í heimi, Everest, í tuttugasta og níunda sinn.

Enginn hefur klifið fjallið eins oft og hann. Annað met féll í leiðinni því Bretinn Kenton Cool var að ná toppnum í átjánda sinn, sem er breskt met. Kami Rita Sherpa, var í raun að sitt eigið eldra met en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall og náði toppnum fyrst árið 1994. Það þýðir að hann hefur nánast klifið Everest árlega síðan.

Raunar náði hann toppnum tvisvar á síðasta ári, og sló þar með met keppinauts síns, Pasang Dawa Sherpa.

Klifurtímabilið er nýhafið á Everest og er búist við að um átta hundruð manns reyni við fjallið í ár. Rúmlega 600 tókst það í fyrra, en það ár var einnig eitt það mannskæðasta, þar sem átján klifrarar létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×