Lífið

Herra Hnetu­smjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Herra Hnetusmjör er himinlifandi með félagsskapinn.
Herra Hnetusmjör er himinlifandi með félagsskapinn.

Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika.

Akon er þessa dagana á tónleikaferðalagi og bar svo til að tónleikar hans voru haldnir í Berlín í gær. Herra Hnetusmjör er greinilega mikill aðdáandi en hann fékk að hitta kappann með sérstaka VIP miða í farteskinu.

„Þeir vita sem vita. Unreal,“ skrifar rapparinn á einlægu nótunum í færslunni. Akon skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á þessari öld en lag hans Lonely var eitt vinsælasta lag í heimi árið 2003.

Ásgeir Orri Ásgeirsson tónlistarmaður og Rúrik Gíslason dansari og söngvari eru meðal þeirra sem bregðast við færslunni. „Viltu gjöra svo vel að renna niður og sýna honum þennan IceGuys bol!“ skrifar Ásgeir á meðan Rúrik spyr hvort ekki megi sjá tár á hvarmi Hnetunnar?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×