Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:43 Landsvirkjun hefur fram að þessu séð sjálf um söluferli á rafmagni til fyrirtækja sem selja heimilum og smærri fyrirtækjum raforku. Vísir/Vilhelm Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Þegar raforkukauphöll fyrirtækisins Vonarskarðs hóf starfsemi sína um miðjan apríl var það án þátttöku Landsvirkjunar, langumsvifamesta orkuframleiðanda landsins. Slæm vatnsstaða á hálendinu þýddi að Landsvirkjun var ekki aflögufær um rafmagn. Síðan þá hefur staðan batnað þannig að Landsvirkjun tilkynnti að hún hefði selt rúmlega níutíu gígavattstundir af raforku fyrir um 700 milljónir króna í söluferli Vonarskarðs fyrir grunnorku í dag. Fyrirtækið tekur einnig þátt í söluferli með svonefndar mánaðarblokkir rafmagns sem fer fram á morgun. Fyrir þátttökuna greiddi Landsvirkjun Vonarskarði eina og hálfa milljóna króna í fasta þóknun í maí. Fyrirtækið segist ætla að endurmeta þátttöku sína i skipulegum raforkumarkaði þegar reynslan af honum hefur fengist. Þegar hafi þó verið ákveðið að taka þátt í söluferli næsta mánaðar. Ræða þátttöku í skammtímamarkaði Elmu Landsnet hefur einnig sett upp sína eigin kauphöll með langtímaraforkuvörur í gegnum dótturfélag sitt Elmu. Það félag hyggur einnig á opnun markaðar með skammtímavörur, kaup á rafmagni innan dags eða með mjög skömmum fyrirvara. Í tilkynningu sinni segist Landsvirkjun hafa verið í sambandi við Elmu um mögulega þátttöku á skammtímamarkaði sem áformað sé að opni í byrjun næsta árs. Fram að þessu hefur Landsvirkjun rekið eigin viðskiptavef þar sem hún seldi sölufyrirtækjum raforku. Vonarskarð sá um söluferlið fyrir Landsvirkjun eitt skipti haustið 2022 og í fyrra skipulagði fyrirtækið fyrsta sameiginlega söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn. Eigandi Vonarskarðs er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5. júní 2023 15:12