Evrópudraumurinn lifir góðu lífi eftir fjórða sigurinn í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 20:52 Cole Palmer og Christopher Nkunku sáu um markaskorun Chelsea í kvöld. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Chelsea er á góðri leið með að tryggja sér Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sterkan 2-1 útisigur gegn Brighton í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda vonum sínum um sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili á lífi og strax á 17. mínútu virtist liðið vera að fá vítaspyrnu þegar Facundo Buonanotte braut af sér innan vítateigs. Dómari leiksins var hins vegar sendur í skjáinn þar sem sást að Buonanotte fór fyrst í boltann og vítaspyrnudómnum var því snúið við. Gestirnir létu það þó ekki á sig fá og hinn sjóðheiti Cole Palmer kom liðinu yfir með frábærum skalla á 34. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Chelsea fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikhléið. Það var svo varamaðurinn Christopher Nkunku sem tvöfaldaði forystu Chelsea eftir góðan undirbúning Malo Gusto, en Nkunku hafði komið inn af varamannabekknum fyrir Mykhailo Mudryk sem meiddist í fyrri hálfleik. Gestirnir þurftu þó að leika síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að Reece James, sem er að koma sér af stað á nýjan leik eftir löng og erfið meiðsli, fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn á áttundu mínútu uppbótartíma þegar Danny Welbeck setti boltann í netið, en þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Chelsea sem nú situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina, þremur stigum á eftir Tottenham í fimmta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Brighton situr hins vegar í tíunda sæti með 48 stig. Enski boltinn
Chelsea er á góðri leið með að tryggja sér Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sterkan 2-1 útisigur gegn Brighton í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda vonum sínum um sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili á lífi og strax á 17. mínútu virtist liðið vera að fá vítaspyrnu þegar Facundo Buonanotte braut af sér innan vítateigs. Dómari leiksins var hins vegar sendur í skjáinn þar sem sást að Buonanotte fór fyrst í boltann og vítaspyrnudómnum var því snúið við. Gestirnir létu það þó ekki á sig fá og hinn sjóðheiti Cole Palmer kom liðinu yfir með frábærum skalla á 34. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Chelsea fór því með 1-0 forystu inn í hálfleikhléið. Það var svo varamaðurinn Christopher Nkunku sem tvöfaldaði forystu Chelsea eftir góðan undirbúning Malo Gusto, en Nkunku hafði komið inn af varamannabekknum fyrir Mykhailo Mudryk sem meiddist í fyrri hálfleik. Gestirnir þurftu þó að leika síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að Reece James, sem er að koma sér af stað á nýjan leik eftir löng og erfið meiðsli, fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn á áttundu mínútu uppbótartíma þegar Danny Welbeck setti boltann í netið, en þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Chelsea sem nú situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina, þremur stigum á eftir Tottenham í fimmta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Brighton situr hins vegar í tíunda sæti með 48 stig.