Innlent

Vendingar í nýrri könnun og mann­björg á ögur­stundu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Talsverðar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við rýnum í niðurstöðurnar og sýnum frá undirbúningi kappræðna efstu sex frambjóðenda, sem mætast strax eftir fréttir.

Skipstjóri erlends flutningaskips hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að sjóslysi við Garðskaga í nótt. Tveir skipverjar eru í haldi að auki. Maður á áttræðisaldri var hætt kominn í slysinu en vinur hans bjargaði honum á ögurstundu. Við hittum bjargvættinn í kvöldfréttum þar sem hann var nýkominn í land eftir þrekraunina.

Þá förum við í heimsókn til Ölfuss, þar sem boðað hefur verið til sérstaks fundar í bæjarstjórn vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi, þar sem tekist hefur verið á um umdeildar breytingar á útlendingafrumvarpi, og sýnum frá afhendingu mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar í Höfða. 

Í sportinu verður úrslitaeinvígi í körfubolta kvenna í eldlínunni. Strax að fréttum loknum hefjast svo kappræður efstu sex frambjóðenda undir stjórn Heimis Más Péturssonar. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×